Færsluflokkur: Bloggar

TERKA

hún Terka stækkar og stækkar. Hún er alltaf í stuði og er alltaf jafn hamingju söm. Hún fer í hesthúsin eins oft og hún getur stendur sig eins og hetja þar. Í hesthúsunum hittir hún besta vin sinn oft þar sem heitir Zorro þau leika sér eins og ég veit ekki hvað þar og oft erfitt að slíta þau í sundur vilja leika alltaf meira og meira.

Ég fer að setja fleiri myndir af henni bráðlega svo þið getið séð hvað hún er búin að stækka mikið ;)


Jólin

vá hvað það er langt síðan að maður skrifaði einhvað hér inn :S

Hún Terka er orðin ansi stór stelpa alltaf í stuði og hefur svo gaman af því að lifa að það er bara æði að fylgjast með henni að stækka. þetta eru fyrstu Jólin hennar með okkur og nefið á fullu þegar maður var að elda kalkúninn hún gat ekki beðið eftir að fá í dallinn sinn eftir mat. en þegar af því kom þá fékk hún alveg ljúfeingan mat blandaðan í kornið sitt kalkún og smá sósu líka enda hvarf það oní hana 1 2 og 10 hehe voða gott.

þegar það var verið að undirbúa kvöldið þá var hún svo róleg og algjör engill hún bara slappaði af og fylgdist með öllu sem var að gera svo var hún bara í bólinu sínu og svaf þegar það var verið að opna pakkana.

Um helgina þá er hún að fara vestur með hestana og hlakkar henni mjög mikið til í að hitta þá og einnig að fá að hlaupa um alla sveitina henni finnst það alveg æði.

Jóla kveðja

Terka

 

Við óskum öllum Gleðileg jól og friðar á nýju ári


Akrafjall

Í dag þá fórum við í gönguferð upp á Akrafjall og það var svo gaman að hlaupa upp og niður útsýnið var alveg geggjað. Tvífættlingarnir voru nú lengur en ég að labba þarna upp skil ekki afhverju að þau fóru svona hægt en það kom hjá þeim á endanum stoppuðu þau og tóku myndir þarna uppi svakalega fallegt. En endilega að muna að skrifa í gestabókina mína. tvífætlingunum finnst gaman að fylgjast með hverjir eru að fylgjast með mér að stækka.

ég er oðrin 60 cm á hæð mælt upp að herðakamb og er aðeins 8 mánaða :)

mér gengur voða vel í hundaskólanum þó ég sé nú ekki alveg að vilja að ganga með hæl ég vil alltaf halda áfram og draga tvífætlingana áfram heehehe

 kv Terka


Akranes

jæja það er nú mjög langt síðan að við höfum látið heyra í okkur hér. það er búið að vera mikið að gera hjá mér.

Ég er flutt núna á Akranes og finnst mér það bara ótrúlega gaman ég fer á hverjum degi á hundasvæðið að elta fuglana með tvífætlingunum það er svo gaman að elta þessa fugla ég næ þeim reyndar aldrei en það er ekki ætlunin meina þeir garga á mig þegar ég stoppa til að anda þeir vilja alltaf halda áfram að fljúga og ég hlaupa hehehe voða gaman. En þega ég og tvífætlingarnir förum ekki á hundasvæðið þá förum við rétt hjá akrafjallinu hjá hestunum okkar og rétt við girðinguna er lækur :) og það er bara ÆDI því þar busla ég og strauja lækin :D upp og niður þetta er bara GAMAN :) 

þetta er ÆÐISLEGT LÍF

kv Terka


Það er gaman að lifa

já ég get alveg sagt það. Í gær fór ég með Lindu, Eysteini, Magnúsi og Guðjóni frænda up ég fór í bíltúr út í Hafnafjörð fyrst keyrðum við í áttina að hvaleyra vatni svo sáu þau þessa fiska hangandi á spítum þau keyrðu að því iss þessi lygt mér fannst hún alveg mjög áhugaverð hún minnti mig á enhvað það var harðfiskur og þau þessu tvífætlingar fannst hún alveg ógeðsleg og hann guðjón opnaði gluggan og þá fannst mér lygtin furðulega sterk nebbin minn fór upp í loftið mig langaði í harðfisk en nei hún Linda dreif sig í burtu.

Við keyrðum svo að kvartmílubrautini einsog þau kölluþuðu það eg veit ekkert hvað það þýðir en ég fékk að fara út að hlaupa um þetta hrikalega stóra svæði það var fullt að gráum steinum og gras ég hljóp og hljóp það var alveg svakalega gaman að hlaupa þangað ég vona að ég fái að fara aftur þangað ég var svo frjáls ég hoppaði í steinunum svo í endan var mér orðið svo heitt og þyrst að ég fór í vatnið sem var þarna Linda var nú ekki alveg á því að hleypa mér i stóra vatnið þannig ég fór í það litla mér fannst það svo gaman að sulla ég passaði eyrun mín að sjálfsögðu. þegar ég var búin að sulla þá fórum við heim Linda setti flíspeysuna sína undir mig svo ég færi nú ekki að bleyta sætin í bíknum hennar. Þegar ég kom heim þá var ég alveg alsæl og mjög þreytt ég fór og lagði mig og lét mig dreyma um að fara þangað aftur. :) æðislegt líf

Gleðilegt Sumar allir


hæhæ

sæl allir saman ég er orðin 5 mánaða og er alltaf að stækka á hverjum degi og bráðum ættlar Linda að setja nýjar myndir af mér. Ég byrjaði að missa tennur í síðustu viku og það er ekki gott ég naga og naga dótið mitt einsog eg veit ekki hvað en mér líður betur. mamma og Linda eru duglegar að gefa mér nag dót. báðar augntennurnar mínar eru orðnar svakalega stórar og ég kann ekki alveg á þær og stundum þá glefsa ég í buxurnar hjá honum Magnúsi og hann er ekki sáttur við það. svo þegar ég er að fá nammi þá fara stóru tennurnar stundum í hendurnar og ég rispa þær mér finnst það voða leiðinlegt en ég bara kann ekki á þessar tennur.

Ég er orðin svakalega dugleg að heilsa og liggja svo kann ég einnig að gefa fimm (five) svo þegar þau henda frispí disknum og ég á víst að sækja hann en ég er ekki alveg tilbúin að gefa þeim aftur mitt uppáhalds úti dótið mitt en ég geri það því ég fæ alltaf nammi fyriri það og veit að ég fæ það alltaf aftur tilbaka. mer finnst þetta alveg ÆÐI


smá flakk

við fórum á smá flakk á vefnum og reyndum að finna smá upplisýngar um hana Terku okkar og fundum við mömmu hennar og ömmu svo einnig  systkyni her eru smá myndir af þeim.

 

 

þetta er hún Tara systir Terku

 

http://www.dyraspitali.is/index2.php?option=com_jce&task=popup&img=images/stories/rz_ulfur_i_bolusetningu.jpg&title=&w=399&h=669&mode=0&print=0&click=0

þetta er hann Úlfur bróðir Terku

og því miður þá finnum við ekki neitt um hinn bróður hennar.


Hæhæ

Terka hún er 3 1/2 mánaða sheffer, hún er fædd þann 16 nóvember 2007. Hún er yndi okkar í fjölskylduni og er alveg æðisleg upp á tækja söm og bara fyndin. Endilega fylgist með ferðum hennar hér í blogginu.

Helgina 29 feb til 2mars þá fórum við í sveitina okkar fyrir vestan og fannst henni það alveg æðislegt að koma þangað það var allt í kafi í snjó og þegar hún var að leika sér úti þá hoppaði hún og skoppaði um allt einsog ég veit ekki hvað oft þá gróf hún nefið sitt í kaf og þegar hún kifti því upp þá fór altaf smá sjó bolti upp og hún stökk á hann og nefið í kaf og aftur skoppaði snjóbolti upp aftur og aftur og hún skoppandi á eftir honum :) sjá myndir hehe


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband