Það er gaman að lifa

já ég get alveg sagt það. Í gær fór ég með Lindu, Eysteini, Magnúsi og Guðjóni frænda up ég fór í bíltúr út í Hafnafjörð fyrst keyrðum við í áttina að hvaleyra vatni svo sáu þau þessa fiska hangandi á spítum þau keyrðu að því iss þessi lygt mér fannst hún alveg mjög áhugaverð hún minnti mig á enhvað það var harðfiskur og þau þessu tvífætlingar fannst hún alveg ógeðsleg og hann guðjón opnaði gluggan og þá fannst mér lygtin furðulega sterk nebbin minn fór upp í loftið mig langaði í harðfisk en nei hún Linda dreif sig í burtu.

Við keyrðum svo að kvartmílubrautini einsog þau kölluþuðu það eg veit ekkert hvað það þýðir en ég fékk að fara út að hlaupa um þetta hrikalega stóra svæði það var fullt að gráum steinum og gras ég hljóp og hljóp það var alveg svakalega gaman að hlaupa þangað ég vona að ég fái að fara aftur þangað ég var svo frjáls ég hoppaði í steinunum svo í endan var mér orðið svo heitt og þyrst að ég fór í vatnið sem var þarna Linda var nú ekki alveg á því að hleypa mér i stóra vatnið þannig ég fór í það litla mér fannst það svo gaman að sulla ég passaði eyrun mín að sjálfsögðu. þegar ég var búin að sulla þá fórum við heim Linda setti flíspeysuna sína undir mig svo ég færi nú ekki að bleyta sætin í bíknum hennar. Þegar ég kom heim þá var ég alveg alsæl og mjög þreytt ég fór og lagði mig og lét mig dreyma um að fara þangað aftur. :) æðislegt líf

Gleðilegt Sumar allir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband